Ekta danskt smurbrauð

Af natni og stolti tengir Jómfrúin íslenskt gæðahráefni við aldagamlar danskar hefðir svo úr verður einstök matarupplifun fyrir hennar gesti. Jómfrúin stendur teinrétt vörð um gæði og hefðir sem vert er að varðveita.

Sjá matseðilSJÁ DRYKKJARSEÐIL

Ekta danskt smurbrauð

Af natni og stolti tengir Jómfrúin íslenskt gæðahráefni við aldagamlar danskar hefðir svo úr verður einstök matarupplifun fyrir hennar gesti. Jómfrúin stendur teinrétt vörð um gæði og hefðir sem vert er að varðveita.

Sjá matseðilSJÁ DRYKKJARSEÐIL

Um Jómfrúna

Velkomin á Jómfrúna

Jómfrúin býður upp á mikið úrval af dönsku smurbrauði í bland við klassíska danska og skandinavíska aðalrétti. Hefð og handbragð danskrar matreiðslu ásamt áræðinni íslenskri nýjungasmíð er í öndvegi. Hefðin skiptir öllu máli, smurbrauð á að vera fallega skreytt, topphlaðið og matarmikið.

Jómfrúin hefur starfað óslitið í 22 ár og fastagestir hafa haldið tryggð við staðinn allan tímann sem segir meira en mörg orð. Dönsku áhrifin eru sterk enda er fátt danskara en smurbrauð.

Jómfrúin er staðsett í Lækjargötu 4, í hjarta miðborgarinnar. Að baki veitingastaðarins er skjólsælt torg þar sem gestir geta setið úti á góðviðrisdögum.

Velbekomme!

Hefðin skiptir öllu

Dönsku áhrifin eru sterk á Jómfrúnni

Það er fátt danskara en smurbrauð. Jómfrúin hefur vissa þolinmæði fyrir nýjungum en allt innan vissra marka, takk fyrir. Hefðin skiptir öllu, smurbrauð á að vera fallega skreytt, topphlaðið og matarmikið. Jómfrúin hefur einstakt lag á að tengja saman íslenskt gæðahráefni við dönsku hefðina og handbragðið sem tilheyrir smurbrauðskúnstinni.

3.420 kr.

Buff-Tartar

Rúgbrauð með hráu úrvalsnautakjöti, piparrót, lauk, söxuðum rauðbeðum, kapers og hrárri eggjarauðu.

2.450 kr.

Rauðsprettan hans Jakobs

Rúgbrauð með steiktri rauðsprettu, remúlaði, laxarós með kavíar, rækjum og spergli.

2.350 kr.

Lúxusskinka – Rússnesk

Rúgbrauð með skinku, sterku rauðbeðusalati, eggjum og graslauk.

3.290 kr.

Grafinn lax og lárpera

Súrdeigsbrauð með rauðrófu- og ákavítisgröfnum laxi, lárperu og eggi.

2.220 kr.

Beikon með Camembert

Rúgbrauð með stökku beikoni, camembert,

tómat, papriku og rifsberjasultu.

2.550 kr

Laxatartar

Ristað brauð með reyktum söxuðum laxi, hráum lauk, kapers, piparrót og hrárri eggjarauðu.

UMSAGNIR

Hvað segir fólkið um Jómfrúna?

“Frábær staður”

“Frábær stađur, alltaf gott ađ koma  geggjađur matur og yndislegt starfsfólk”

Stefán Bjartur

“Uppáhalds veitingastaðurinn”

“Þessi staður er með frábærar veitingar og þjónustufólk. Uppáhalds veitingastaðurinn minn í Reykjavík.”

Jóhanna Fjóla

“Ljúfengasta smurbrauðið”

“Ljúffengasta og fallegasta smurbrauðið sem ég fengið og þjónustan er framúrskarandi. Jómfrúin stendur fyrir sínu og vel það.”

Sjöfn

“Snilldarstaður”

“Snilldarstaður. Gott að borða og frábært starsfólk.”

Vigfús

Gjöf sem gleður

Gjafabréf

Það er erfitt að pakka inn aðventustund eða sumarjazzi á Jómfrúnni, en þú kemst ansi nálægt því með gjafabréfi frá okkur. Hafðu samband á jomfruin@jomfruin.is eða símleiðis og við ráðleggjum þér.

EKKI MISSA AF

Stemningunni á Jómfrúnni

Það er mikið um að vera á Jómfrúnni, hvort sem það er sumar eða vetur. Fylgstu með til þess að missa ekki af viðburðum og ‘hyggelig’ stemningu.

Jómfrúar-jazzinn

Sumarjazzinn á Jómfrúnni er leikinn á Jómfrúartorginu á hverjum laugardegi yfir sumarið. Dagskráin verður auglýst þegar nær dregur en Jómfrúin lofar ljúfum tónum og notalegri stemningu.

Jól á Jómfrúnni

Aðventuheimsókn á Jómfrúna er löngu orðin hefð hjá mörgum. Jómfrúin leggur mikið upp úr jólamatseðlinum og býr til gómsæta jólaplatta sem passa fullkomlega með góðum snafs!

Hlemmur Mathöll

Jómfrúin hefur breitt úr sér og býður nú einnig upp á ekta danskt smurbrauð á Hlemmi Mathöll. Þar er öðruvísi stemning en sama góða smurbrauðið. Jómfrúin heldur fast í hefðirnar.

HVAR ERUM VIÐ?

Staðsetning Jómfrúarinnar

LÆKJARGATA 4, 101 REYKJAVÍK

Jómfrúin - Lækjargata 4

Jómfrúin - Lækjargata 4

Lækjargata 4, 101 Reykjavík, Iceland

FYLGDU OKKUR

Á Facebook

facebook.com/jomfruin

Ert þú timbrađur? (Are you hangover?) You are not alone my friend. We understand you.
We got the remedy. Recover with our Roastbeef - Timbrađa Mannsins. It has everything you need. #jomfruin #reykjavik #iceland #smurrbrauđ #smørrebrød #bestlunchintown #hangover #roastbeef #egg #sunnysideup #lunch #foodporn #food #matur #scandinavian #scandinaviancuisine #danishfood #danishcuisine
... See MoreSee Less

View on Facebook

Við hitum upp fyrir påskana í dag #jomfruin #blomicentrum #reykjavik ... See MoreSee Less

View on Facebook

It is quite gloomy outside. Brighten up your day with our delightful Danish cuisine. We have Cured Salmon ( cured in beet-root and aquavit ) with fresh Avocado, Pan-fried Trout with creamy Spinach and a lot more.
#jomfruin #scandinavian #scandinaviancuisine #iceland #reykjavik #bestlunchintown #smurrbrauđ #smørrebrød #food @ Jómfrúin
... See MoreSee Less

View on Facebook

Smoked Eel ( Reyktur Áll ). It is on a rye bread with scrambled egg, slices of tomatoes, and chives. It is Áll Good!
#jomfruin #bestlunchintown #scandinavian #scandinaviancuisine #reykjavik #iceland #smurrbrauđ #smørrebrød #food
... See MoreSee Less

View on Facebook

Opnunartímar:

ALLA DAGA
11:00 – 22:00

Staðsetning:

Lækjargata 4, 101 Reykjavík

Sími:

+354 55 10 100

Netfang:

jomfruin@jomfruin.is

Hafðu samband

Sendu okkur línu ef þú hefur einhverjar spurningar