Á döfinni

Það er mikið um að vera á Jómfrúnni, hvort sem það er sumar eða vetur. Fylgstu með til þess að missa ekki af viðburðum og ‘hyggelig’ stemningu á Jómfrúnni.

Bókin okkar

Jómfrúin - Dönsk og dejlig í 25 ár

Fyrir jólin 2021 kom út bókin “Jómfrúin”. Í bókinni um Jómfrúna má finna uppskriftir að fjölmörgum réttum sem prýtt hafa matseðilinn í gegnum tíðina, sögu veitingastaðarins og vitnisburð fastakúnna sem allir kalla Jómfrúna sína enda eru veitingastaðir hvorki stærri né meiri en fólkið sem er þar innandyra.

SUMAR

Sumarjazzinn

Jazzprógrammið er á sínum stað á hverju sumri. Það er Sigurður Flosason sem fer með skipulagsvald í gerð dagskrár, Jómfrúin sér um bjórinn, matinn og sólina á Jómfrúartorginu.  Fyrstu tónleikar verða samkvæmt venju fyrsta laugardag í júní og svo alla laugardaga út ágúst, milli 15 og 17. Leikið er utandyra á Jómfrúartorginu. Aðgangur er ókeypis.

Það jafnast ekkert á við jazz!

VETUR

Jólin á Jómfrúnni

Aðventuheimsókn á Jómfrúna er löngu orðin hefð hjá mörgum. Jómfrúin leggur mikið upp úr jólamatseðlinum og býr til gómsæta jólaplatta sem passa fullkomlega með góðum snafs!

JÓLIN

Jólaseðillinn

Jólaseðillinn hjá Jómfrúnni er aldrei eins, enda leggur hún upp úr því að koma sífellt á óvart.
Hægt er að sjá jólamatseðilinn frá því í fyrra hér:

Opnunartímar:

Alla daga frá 11 - 22

Staðsetning:

Lækjargata 4, 101 Reykjavík

Sími:

+354 55 10 100

Netfang:

jomfruin@jomfruin.is

Hafðu samband

Sendu okkur línu ef þú hefur einhverjar spurningar