Drykkjarseðill

 

Það er meira til en bara kúmensnafsar og Gammel dansk! Jómfrúin býður upp á  ákavíti frá Danmörku (selvfølgelig) en einnig Noregi, Svíþjóð og að sjálfsögðu frá Íslandi. Eins og smurbrauðin eru snafsarnir líka í tveimur stærðum, bæði „hógværir“ og „örlátir“.

Jómfrúin býður upp á glæsilegt úrval af snöfsum og raunar stærsta úrval ákavítis á landinu.

Ákavíti og snaps

Snafs er almenn skilgreining á hvaða kryddaða brennivíni sem er, þar með talið ákavíti. En það er hreint ekki allt brennivín eða snafs sem má kallast ákavíti. Evrópusambandið hefur kveðið á um að í ákavíti skuli bragðið fyrst og fremst koma frá kúmeni eða dilli og alkóhólprósentan minnst 37,5%. Jómfrúin býður uppá glæsilegt úrval af snöfsum og raunar stærsta úrval ákavítis á landinu.

Afhverju snafs?

Snafs hjálpar við að melta fíturíkan mat og ákavíti passar mjög vel með síld, laxi, makríl, kavíar og skelfiski. Dökkur snafs passar mjög vel með þyngri mat eins og hakkabuffi og lauk. Þegar þú dreypir á snafsi með mat dregurðu fram alls kyns spennandi bragðtóna.

Skál í botn?

Jómfrúin vill taka fram að það er besti siður að dreypa nett á ákavítinu sínu í stað þess að tæma glasið í einum sopa, þó vissulega teljist það býsna hraustlegt. Ákavíti getur raunar verið jafn margslungið og vískí og sjálfsagt að leggja sig fram um að kynnast ólíkum og dásamlegum tilbrigðum þess.

Yljaðu þér á ísköldum eða....

Það er alltaf stemning að drekka ískaldan snafs úr hrímuðu glasi en bragðið tónast þó töluvert niður þegar hann er kældur eða frystur. Almennt þola sterkir, ljósir snafsar smá frystingu á meðan stofuhitinn hittir betur á bragðtóna drekkra og gulltara ákavítis.

Ákavíti og snaps!

Snafs er almenn skilgreining á hvaða kryddaða brennivíni sem er, þar með talið ákavíti. En það er hreint ekki allt brennivín eða snafs sem má kallast ákavíti. Evrópusambandið hefur kveðið á um að í ákavíti skuli bragðið fyrst og fremst koma frá kúmeni eða dilli og alkóhólprósentan minnst 37,5%. Jómfrúin býður uppá glæsilegt úrval af snöfsum og raunar stærsta úrval ákavítis á landinu.

Afhverju snafs?

Snafs hjálpar við að melta fíturíkan mat og ákavíti passar mjög vel með síld, laxi, makríl, kavíar og skelfiski. Dökkur snafs passar mjög vel með þyngri mat eins og hakkabuffi og lauk. Þegar þú dreypir á snafsi með mat dregurðu fram alls kyns spennandi bragðtóna.

Skál í botn?

Jómfrúin vill taka fram að það er besti siður að dreypa nett á ákavítinu sínu í stað þess að tæma glasið í einum sopa, þó vissulega teljist það býsna hraustlegt. Ákavíti getur raunar verið jafn margslungið og vískí og sjálfsagt að leggja sig fram um að kynnast ólíkum og dásamlegum tilbrigðum þess.

Yljaðu þér á ísköldum eða....

Það er alltaf stemning að drekka ískaldan snafs úr hrímuðu glasi en bragðið tónast þó töluvert niður þegar hann er kældur eða frystur. Almennt þola sterkir, ljósir snafsar smá frystingu á meðan stofuhitinn hittir betur á bragðtóna drekkra og gulltara ákavítis.

Opnunartímar:

ALLA DAGA
11:00 – 22:00

Staðsetning:

Lækjargata 4, 101 Reykjavík

Sími:

+354 55 10 100

Netfang:

jomfruin@jomfruin.is

Hafðu samband

Sendu okkur línu ef þú hefur einhverjar spurningar