Matseðill Jómfrúarinnar
Matseðill á prentiJómfrúin
Jómfrúin hefur nú starfað óslitið frá árinu 1996 og fastagestir hafa haldið tryggð við staðinn allan tímann sem segir meira en mörg orð. Dönsku áhrifin eru sterk enda er fátt danskara en smurbrauð. Jómfrúin hefur vissa þolinmæði gagnvart nýjungum en allt innan velsæmismarka, takk fyrir. Hefðin skiptir öllu máli, smurbrauð á að vera fallega skreytt, topphlaðið og matarmikið. Jómfrúin hefur enda einstakt lag á að tengja saman íslenskt gæðahráefni við dönsku hefðina og handbragðið sem tilheyrir smurbrauðskúnstinni.
Velbekomme!
Opnunartímar:
Alla daga frá 11 - 22
Staðsetning:
Lækjargata 4, 101 Reykjavík
Sími:
+354 55 10 100
Netfang:
jomfruin@jomfruin.is
Hafðu samband
Sendu okkur línu ef þú hefur einhverjar spurningar