Sumarjazz á Jómfrúnni 2021

Leikið er utandyra á Jómfrúartorginu og hefjast tónleikar klukkan 15 og standa til klukkan 17.

Prenta út dagskrá

19. júní

Afro-Cuban kvintett Einars Scheving

Karabísk stemning svífur yfir vötnum! Kvintettinn leikur lög Einars í bland við útsetningar hans af tökulögum úr ýmsum áttum.

Einar Scheving: trommur, Phil Doyle: saxófónn, Ari Bragi Kárason: trompet, Eyþór Gunnarsson: píanó og slagverk, Róbert Þórhallsson: bassi

26. júní

Kvartett Kristjönu Stefáns

Kvartett Kristjönu Stefáns ætlar að hlaupa af sér hornin eftir nýfengið frelsi frá veiruhelsi vetrarins og flytja gestum Jómfrúarinnar jazz- og bluesstandarda að hætti hússins.

Kristjana Stefánsdóttir söngur, Kjartan Valdemarsson: píanó, Þorgrímur Jónsson: kontrabassi, Matthías Hemstock: trommur

3. júlí

Siggi Flosa og Ari Bragi

Jazzstandardar af öllum stærðum og gerðum, sérvaldir fyrir gesti Jómfrúarinnar.

Sigurður Flosason: saxófónn, Ari Bragi Kárason: trompet, Agnar Már Magnússon: píanó, Nico Mauroux: kontrabassi, Einar Scheving: trommur

10. júlí

Latínsveit Tómasar R.

Á efnisskránni verða ýmis þekkt lög Tómasar frá síðustu tveimur áratugum, sem hann hljóðritaði með íslenskum og kúbönskum tónlistarmönnum.

Tómas R. Einarsson: kontrabassi, Snorri Sigurðarson: trompet, Samúel Jón Samúelsson: básúna og guiro, Sigtryggur Baldursson: kóngatrommur, Daníel Helgason: tres-gítar.

17. júlí

Unnur Birna og Bjössi Thor band

Þetta band slær alltaf í gegn á Jómfrúnni

Björn Thoroddsen: gítar, Unnur Birna Björnsdóttir: söngur og fiðla, Sigurgeir Skafti Flosason: bassi, Skúli Gíslason: trommur

24. júlí

Stína Ágústs – Jazz á íslensku

Stína kemur í heimsókn frá Stokkhólmi og yljar okkur um hjartarætur með þekktum standördum á íslensku.

Stína Ágústsdóttir: söngur, Sigurður Flosason: saxófónn, Kjartan Valdemarsson: píanó, Þorgrímur Jónsson: kontrabassi, Erik Qvick: trommur

31. júlí

Kvartett Bjarna Más Ingólfssonar

Einn af okkar alefnilegustu ungu jazztónlistarmönnum telur í með nokkrum eldri.

Bjarni Már Ingólfsson: gítar, Ari Bragi Kárason: trompet, Valdimar K. Sigurjónsson: kontrabassi, Einar Scheving: trommur

7. ágúst

Sálgæslan, Friðrik Ómar og Jógvan

Sálgæslan blúsar og jazzar en Friðrik Ómar og Jógvan flytja smellinn „Ég hitt’ann fyrst á Jómfrúnni“ og fleiri klassísk lög úr Sálgæslusmiðjunni.

Sigurður Flosason: saxófónn, Þórir Baldursson: Hammond-orgel, Andrés Þór Gunnlaugsson: gítar, Einar Scheving: trommur. Sérstakir gestir: Friðrík Ómar Hjörleifsson og Jógvan Hansen.

14. ágúst

Kvintett Rebekku Blöndal

Frábær söngkona flytur frumsamið efni og standarda í bland.

Rebekka Blöndal: söngur, Sigurður Flosason: saxófónn, Ásgeir J. Ásgeirsson: söngur, Sigmar Þór Matthíasson: kontrabassi, Matthías Hemstock: trommur

21. ágúst

Kvartett Marínu

Þessi frábæra söngkona setur saman yndisefnisskrá.

Marína Ósk Þórólfsdóttir: söngur, Anna Gréta Sigurðardóttir: píanó, Johan Tengholm: kontrabassi, Matthías Hemstock: trommur.

28. ágúst

Stefán S. og Una Stef: Stef og stökur 

Dóttirin syngur valin lög eftir föðurinn sem þau hafa útsett saman.

Una Stef: söngur, Stefán S. Stefánsson: saxófónn, Vignir Þór Stefánsson : píanó, Gunnar Hrafnsson: kontrabassi, Einar Scheving : trommur
Atriðið er í samvinnu við Jazzhátíð Reykjavíkur.

Opnunartímar:

Alla daga frá 11 - 22

Staðsetning:

Lækjargata 4, 101 Reykjavík

Sími:

+354 55 10 100

Netfang:

jomfruin@jomfruin.is

Hafðu samband

Sendu okkur línu ef þú hefur einhverjar spurningar

5 + 2 =